Á skjálftavaktinni........
1.6.2008 | 15:17
Ég vona bara að Tryggingafélögin sé með gott fólk með heibrigða skynsemi á sýnum snærum sem fer til fólks í að meta tjónin sem margir hafa orðið fyrir síðustu daga. Ég og ásamt fleirrum fengum inn á heimilin okkar árið 2000 eftir skjálftan sem var þá, menn sem bæði gerðu lítið úr eigum manns og eignum. Þegar maður hefur nánast misst allt sitt og stendur upp með eingöngu föt og er jafnvel húsnæðislaus, hreinlega býr bara í tjaldi með fjölkylduna sýna eins og margir gerðu þá og standa fyrir því núna. Þá kostar kurteisi Tryggingafélögin ekkert og það er algjör óþarfi að gera lítið úr fólki sem er bæði hrætt og heinlega veit ekki hvernig framhaldið verður. Ég er ekki að gera lítið úr starfsmönnum tryggingafélagana en það voru nokkrir einstaklingar sem hreinlega kunnu sig ekki þá en vonandi hafa þeir bara lært eitthvað í skóla lífsins síðustu ár.
Svo finnst bara bara skondið og ekki skondið að heyra fólk vera metast um hvort þessi skjálfti hafi verið miklu meiri en sá sem kom fyrir 8 árum.... Þetta er jarðskjálfti.... þetta er eins og með allar hamfarir fólk fær sjokk og missir margt, en að vera að metast um svona mál finnst mér vera gjörsamlega fáránlegt.... var fólk að metast þegar snjóflóðin féllu árin 1995 og 1996.... Fer kannski fólk að metast um ef Katla fer nú að gjósa og allt fer á flot og fólk missir sitt og sýna... að þetta er nú miklu svakalegra en 1973 í Vestmannaeyja gosinu...mér er bara spurn????
Bara smá hugleiðing af Suðurlandinu
Athugasemdir
100 % sammála...kurteisi kostar ekki krónu...
Agnes Ólöf Thorarensen, 2.6.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.